Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Eiríkur Bergmann og Bogi...

Ég er svo ánægð með hann Eirík, að ég er að rifna. Legg reyndar alltaf eyru og augu við þegar hann tjáir sig um hin ýmsu málefni, mér finnst hann snilld.

Enda er hann okkar besti málsvari þessa stundina.

Svo er það hann Bogi Ágústsson. Horfði og hlustaði á hann í kvöld, ræða við Amr Moussa, Framkvæmdastjóra Arababandalagsins.

Hann er svo háttvís, kurteis og snjall, að ég stend mig að því að horfa og hlusta, þó að ég hafi sáralítinn áhuga á málefninu.


Kominn nótt....eða næstum...

Ég var að "pota" í bloggvini mína og sé að þeir eru "inni" rétt eins og ég.

Hvað erum við að spá , á þessum síðustu og alverstu tímum, að vera ekki farin að sofa ! ??

Hlýtur að vera Davíð að kenna !


Hlutabréf.

Ég hlýt að vera voða vond manneskja.....vegna þess að ég get ekki fundið til með þessum gleypurum, sem eru að tapa  í gleypiganginum !

Það hlaut að koma að því.

Það getur ekki allt farið endalaust uppávið...." What goes up....must come down".......eða þannig.

Ég er allavega sátt með minn hlut, engin hlutabréf ;)


Ánægð með Hönnu Birnu !

Loksins einhver sem lét ekki ...ja....Helga Seljan......ja....vaða yfir sig á....ja....skítugum skónum !!!!

Áfram Hanna Birna....ja....ég er stolt af þér Smile


Ísbirnir á Íslandi !

Það er eins og að Það komist ekkert annað að í þjóðarsálinni en ísbirnir !

Og auðvitað smá verðbólga.

Hvernig ætli verðbólgnir ísbirnir líti út ?

Hvað ég er orðin leið á þessu bulli.

Sér enginn hvað veðrið er yndislegt og gróðurinn fallegur og börnin krúttleg hér á þessu landi ?

Assssskotans ónáttúra er þetta.  Smile


Rölt um bloggsíður.

Er í letikasti eftir strangan vinnudag, nenni engu og rölti því um bloggsíðurnar.

Við erum nú meiri væluskjóðurnar hér á Islandi, höfum allt til alls, en glápum þó með  okkar öfundaraugum á þá sem hafa meira en við í þjóðfélaginu okkar. Bullum um skuldsett heimili og að allt sé á heljarþröm.

Hver kom heimilunum í þessa stöðu ?....Við, að sjálfsögðu

Stökkvum á öll gylliboðin, með Creditkortin á lofti og skiljum svo ekkert í því að það skuli þurfa að borga kortareikningana  !

Þurfum að kaupa allt sem auglýst er, hvort sem fjárhagurinn leyfir eða ekki.

Nú...og ef við verðum undir í  lífskjarakapphlaupinu, þá er það yfirvöldum að kenna !

Ég er alveg búin að fá nóg af þessu væli og röfli útaf öllum sköpuðum hlutum.

Snúum okkur að því að lifa eðlilegu lífi á okkar besta landi í heimi !!!!!Smile


Flutningabílstjórar...eða hvað þeir vilja kalla sig

Ég er alveg að flippa yfir þessum flutningabílstjórum, hvað er eiginlega að þeim ?

Hef reyndar aldrei skilið hvers þeir eru að krefjast.  Eldsneytisverð....það er ekki heimatilbúið, það vitum við öll.

Áningastaðir samkvæmt einhverri reglugerð...?  Það er til apparat hér sem heitir vinnueftirlit, það sendir sína starfskrafta út á vinnustaði , til að skoða aðstæður starfsfólks á vinnustöðum og gefa fyrirskipanir  um hvað þeir vilja að sé lagfært. Ég hef aldrei heyrt að vinnustaðir óski eftir aðstoð ríkisstjórnar til  að standa straum af kostnaði vegna þeirra úrbóta sem krafist er....þetta er nákvæmlega sama málið !!!!! Af hverju eigum við...ríkið, að kosta einhverja útúrkróka fyrir þessa menn til að hvíla sig á einhverjum geðþóttastöðum ! ? Það er auðveldlega hægt að haga áætlun sem tekur mið af þeim áningastöðum sem fyrir eru á þjóðvegum okkar....ég lýsi frati á þessi "mótmæli" flutningabílstjóra.

E.S. Ég er ekki viss um að allir flutningabílstjórar séu undir þessum hatti.


Ég hélt....

....í gær, að það væri komið vor, en það er nú eitthvað annað.

Stundum er gott að vera trassi. Ætlaði að setja sumardekkin undir í vikunni, ...heppin.

Ég rölti um Blog-síðurnar næstum daglega og dáist að þessu fólki sem gefur sér tíma til að skrifa daglega og sumir alveg helling !

Vildi að ég hefði þessa þörf og getu.

Það er kanski ekki viðeigandi í augnablikinu að velta upp umræðu um " Lesblindu" landans á umferðarskiltin.

Hef oftar en ekki upplifað slíka lesblindu, þegar ég hef verið á ferð um vegi landsins.

Á mjög oft leið um Kjalarnesið, á leið minni í sumarbústaðinn , en þar er einmitt, eins og víðar, lækkaður hámarkshraði í gegnum þéttbýlið niður í 70 km. Það heyrir til undantekninga, að samferðamenn virði þessa takmörkun.

Sama sagan er nefnilega við  Vogaafleggjara á Vatnsleysuströnd.

Átti þarna heima þegar verið var að steypa " Keflavíkurveginn" á sínum tíma og við krakkarnir lögðum á okkur mikið ferðalag, til að geta hjólað á " Steypta veginum"

Væri fólk með hugann við aksturinn og virti merkingar, þá væri þetta ekkert vandamál.

Við getum heldur ekki alltaf skellt skuldinni á einhverja aðra en okkur sjálf, sem sitjum við stýrið og eigum að hafa hugann við aksturinn.

 


Afmælisdagur !

Elsku dúllan hún dóttir mín á afmæli í dag !

Og hún sem er svo langt í burtu og mamma getur ekki kysst afmæliskoss :(

 


Þetta veður !

Mikið lifandis skelfing er maður orðinn þreyttur á þessum veðraham....veit aldrei á hverju er von á morgnanna, þegar maður vogar sér að líta útum gluggann.

Annars hlýtur þetta að fara að lagast. það er að koma vor ;), eða er það ekki ?

Páskar  framundan.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband