Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
21.8.2007 | 01:29
Bloggveður
Nú er sennilega bloggveður í vændum, en hver nennir að sitja inni að blogga í því veðri sem hefur verið undanfarna daga...ekki hún ég, enda ekki verið í blogg færi...eða þannig.
Þvílíkt sumarfrís veður, eins og eftir pöntun og ekki allt búið enn.
Búin að þeytast vesturlandshornana á milli undanfarna daga, í endalausri blíðu, bæði í afslöppun og málningarvinnu í þágu undirritaðrar. Búin að breyta illsku og raunalegum svip sumarhússins í glaðlegan og svona líka jákvæðan og "velkomin :) " svip ! En...að eiga sumarhús, er endalaus vinna,en einstaklega skemmtileg. Mála, slá, raka, planta, klippa, skera....bara nefndu það, en allt jafn gaman og gefandi.
Ég er auðvitað ekki gjaldgeng hér á blogginu, ef ég minnist ekkert á dægurþrasið.
Mér leiðist bara þetta endalausa peninga og hlutabréfa þras. Hafði miklu meira gaman af fréttinni um flottasta gæludýrið fyrir austan, svona líka flottir snígill !!
5.7.2007 | 23:39
Ekki taka mark á "veðrið í dag"
Það "var" þvílík veðurblíða á landinu i dag samkvæmt veðurfréttum í sjónvarpi, kannski víðar, en það er það sem ég hef fyrir mér.
Ekki kaupa þetta ! Því að það var bæði rok og rigning á norð-vesturlandi í allan dag, varla stætt.
Hvað er málið með þessar veðurfréttir ?
Ég var einu sinni sem oftar í sveitinni minni, sumarbústaðnum og hlustaði á í Ríkisútvarpinu, sem segir jú alltaf satt og rétt frá, að það hefði verið rigning allan daginn, nákvæmlega þar sem ég var í 20 stiga hita og sólskini !!
4.7.2007 | 00:08
393 metrar.
Bætti hæðarmetið mitt í Esjugöngu um 153 metra í dag, sem mér finnst bara harla gott :) Tek þetta næst ;) Fórum fjórar og hálf saman upp, sú hálfa, sem er dóttir einnar af hinum þremur, stóð sig eiginlega best. Það var bara allt of heitt að ganga, allavega fyrir svona hitapoka eins og mig.
Fékk reyndar smá þjálfun um helgina, í "óvissuferð" upp um fjöll og firnindi, sem var skrambi gaman, fór ýmsar leiðir sem ég hef ekki farið áður, eða þá langt síðan síðast.
Ótrúlega fallegt skerið okkar í svona veðurblíðu.
Maður dettur úr takti við argaþrasið í þjóðfélaginu og saknar þess ekkert,verður bara bjartsýnni á framtíðina þegar maður kemst svona út í menninguna.
24.6.2007 | 22:14
Þvílíkt veður...
Var að koma úr sumarbústaðnum, lenti í þessari líka umferðarteppu, eins og flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast hafa átt sameiginlegt í dag.Þetta byrjaði byrjaði vestan við ,eða er það norðan við? Hvalfjarðargöng, en þar var hleypt í gegn í "hollum", svo hélt ég að leiðin væri greið, en það var nú eitthvað annað, hraðamælirinn fékk nægan hvíldartíma það sem eftir var leiðarinnar í Mosó. því það gekk hvorki né rak, en þetta var bara ágætt, nægur tími til að skoða umhverfið og spjalla við barnabarnið, sem hafði ýmsar skoðanir á þessu öllu saman.
Hann var eins og engill, þurfti ekki að pissa og varð ekki svangur allt í einu, eins og gerist í svona ferðalögum.
Kannski var hann bara örmagna, eftir bröltið í hitanum um helgina, enda búinn að vera óþreytandi við að vökva aumingja blómin og trén hennar ömmu ;)
19.6.2007 | 18:44
Loksins,loksins !
Haldið þið ekki að ég hafi "skokkað" upp eftir Esjunni í dag.
Lengi búin að ætla að skreppa þarna upp, en ekki komið því í framkvæmd, fyrr en nú :)
Fór reyndar ekki næstum því alla leið, en 240 metrar er nú ásættanlegt, svona í fyrstu tilraun, er það ekki ?
Fékk alveg nóg af aumingjaskapnum um helgina, þegar ég var að skakklappast við að gróðursetja smávegis af trjáplöntum við bústaðinn Reyndar svolítið "upp og niður" land og pínu erfitt, en....ég ´
á nú samt ekki að blása eins og astmasjúklingur og hnén eiga ekki að kikna undan smá puði...er það ?
Þannig að, nú á að .taka á því
14.6.2007 | 23:51
Af hverju....
....geta sumir ekki tekið smá tillit til náungans ?
Var að skrúbba bílinn í dag, sem er auðvitað sjálfsagt að gera, sá að það eu komin mörg ný "hurðaför" á næstum nýja bílinn minn.
Á þetta fólk kannski auka hurðir á bílana sína og endurnýjar bara þegar þær eru orðnar skellóttar, eða er því bara alveg sama ?
14.6.2007 | 02:12
Alltaf sama sagan.
14.6.2007 | 01:03
Vá maður !
Ekki veit ég hvað mér gengur til að vera að bloggast, veit varla hvernig maður hegðar sér á þessum vettvangi.
Finnst samt gaman að lesa það sem sumir eru að skrifa og fæ einhvern fiðring...svona comment fiðring.