Rölt um bloggsíður.

Er í letikasti eftir strangan vinnudag, nenni engu og rölti því um bloggsíðurnar.

Við erum nú meiri væluskjóðurnar hér á Islandi, höfum allt til alls, en glápum þó með  okkar öfundaraugum á þá sem hafa meira en við í þjóðfélaginu okkar. Bullum um skuldsett heimili og að allt sé á heljarþröm.

Hver kom heimilunum í þessa stöðu ?....Við, að sjálfsögðu

Stökkvum á öll gylliboðin, með Creditkortin á lofti og skiljum svo ekkert í því að það skuli þurfa að borga kortareikningana  !

Þurfum að kaupa allt sem auglýst er, hvort sem fjárhagurinn leyfir eða ekki.

Nú...og ef við verðum undir í  lífskjarakapphlaupinu, þá er það yfirvöldum að kenna !

Ég er alveg búin að fá nóg af þessu væli og röfli útaf öllum sköpuðum hlutum.

Snúum okkur að því að lifa eðlilegu lífi á okkar besta landi í heimi !!!!!Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Segi eg sem "fludi land". 

Maja Solla (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband