Rólegheit og sveita rómantík.

Skelfing má argaþrasið í samfélaginu sín lítils, þegar komið er útfyrir borgarmörkin og í sveita rómantíkina.

Ég skrapp...að venju, í sveitina um helgina, að hlaða orkustöðvarnar og styrkja viðnám við leiðinda fréttum komandi viku.

Og þvílík andstæða, Lóan komin og  Stelkurinn og farin að kveðast á.

Músarindillinn og Steindepillinn byrjaðir að láta vita af sér, farnir að leita að hreiðurstæði, vonandi verður það nærri húsinu mínu.

Áin hamast, án afláts, með bráðnaðan snjóinn til sjávar og laukarnir mínir stinga upp kollinum, hver af öðrum.

Ég sagði við sjálfa mig, upphátt ! " Hvað ertu svo að væla ?"

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skrapp út á Álftanes að kvöldi til nýlega. Frábært að sjá gæsirnar í tilhugalífinu. Hvarvetna voru þær, 2 og 2, að pukrast í rökkrinu. Eitt og eitt 3-some. Ég brosti hlýlega, fullur af kristilegu umburðarlyndi. Fær mann til að sjá allt í stærra samhengi.

Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 18:31

2 identicon

Ég segi það, hvað ertu að væla?

Þessi sveit er algjör paradís, vonandi fáum við að heimsækja hana áður en of langt um líður.

María Sólveig (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband