Sama tuggan.

Sem betur fer, hef ég haft öðrum og skemmtilegri hnöppum að hneppa síðan síðast.

Skroppið í heimsókn til dóttur, tengdasonar og barna barna, sem búa í öðru landi.....Svíþjóð, þar sem Ísland virðist ekki vera á lista.

Það var skrítið að koma heim aftur.

Ekkert hafði breyst, Icesave og allt bullið helltist yfir mann, nokkuð sem hafði gleymst í rólegheitunum í sveitinni í Svíaríki.

Tjaldferðalag um byggðir og óbyggðir Íslands, sem er greinilega " flottasta land í heimi "

Það mun lifa í minningunni hvað allt er hér upprunalegt og þægilegt.

Sé maður þannig þenkjandi, sem er mjög auðvelt, þegar komið er , eftir torfærum slóðum um landið okkar, sem er algjörlega einstakt.

Allavega mun minning mín um þvælingin  um jeppaslóða norðausturlands verða ógleymanleg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband