24.6.2007 | 22:14
Þvílíkt veður...
Var að koma úr sumarbústaðnum, lenti í þessari líka umferðarteppu, eins og flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast hafa átt sameiginlegt í dag.Þetta byrjaði byrjaði vestan við ,eða er það norðan við? Hvalfjarðargöng, en þar var hleypt í gegn í "hollum", svo hélt ég að leiðin væri greið, en það var nú eitthvað annað, hraðamælirinn fékk nægan hvíldartíma það sem eftir var leiðarinnar í Mosó. því það gekk hvorki né rak, en þetta var bara ágætt, nægur tími til að skoða umhverfið og spjalla við barnabarnið, sem hafði ýmsar skoðanir á þessu öllu saman.
Hann var eins og engill, þurfti ekki að pissa og varð ekki svangur allt í einu, eins og gerist í svona ferðalögum.
Kannski var hann bara örmagna, eftir bröltið í hitanum um helgina, enda búinn að vera óþreytandi við að vökva aumingja blómin og trén hennar ömmu ;)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Byrjaði byrjaði vestan við? Ertu farin að stama nokkuð?
Maja Solla (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:49
Greinilega og áttavillt líka
Stefanía, 26.6.2007 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.