4.7.2007 | 00:08
393 metrar.
Bætti hæðarmetið mitt í Esjugöngu um 153 metra í dag, sem mér finnst bara harla gott :) Tek þetta næst ;) Fórum fjórar og hálf saman upp, sú hálfa, sem er dóttir einnar af hinum þremur, stóð sig eiginlega best. Það var bara allt of heitt að ganga, allavega fyrir svona hitapoka eins og mig.
Fékk reyndar smá þjálfun um helgina, í "óvissuferð" upp um fjöll og firnindi, sem var skrambi gaman, fór ýmsar leiðir sem ég hef ekki farið áður, eða þá langt síðan síðast.
Ótrúlega fallegt skerið okkar í svona veðurblíðu.
Maður dettur úr takti við argaþrasið í þjóðfélaginu og saknar þess ekkert,verður bara bjartsýnni á framtíðina þegar maður kemst svona út í menninguna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvað er Esjan há?
Maja Solla (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 00:15
914 þar sem hún er hæst, en Þverfellshornið, þar sem farið er upp er 839.
Stefanía, 4.7.2007 kl. 00:24
Oh, þú ert svo dugleg.
Maja Solla (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.