29.10.2008 | 01:13
Sumar / vetrardekk
Er enn á sumardekkjunum, enda bannað að setja naglana undir .
Þetta gengur bara eins og í sögu, fyrir utan það, að það kom Skoda bifreið æðandi aftan á litla sæta bílinn minn og skemmdi hann talsvert.
Unga stúkan sem ók Skoda bifreiðinni, viðurkenndi að hún hefði verið að "fikta" í útvarpinu og alveg gleymt að horfa framfyrir sig...arrrrrg.
Leiðinda vesen, þrátt fyrir að vera í fullum rétti.
Athugasemdir
Alltaf leiðindi og vesen að lenda í óhappi jafnvel þó maður sé í rétti.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:00
Stefanía, sendi þér innilegar samúðarkveðjur.
Ég lenti í svipaðri uppákomu í janúar 2007, en þótt ég og unga stúlkan "mín" hefðum útfyllt tjónaskýrsluna á staðnum þurfti ég að lokum að biðja tryggingarfélagið mitt að ganga í málið til þess að ég fengi aftanákeyrsluáverkana lagfærða. Það er ekki gaman að keyra um á krambúleruðum bíl í hálft ár!
Kolbrún Hilmars, 29.10.2008 kl. 18:03
Það kom náungi frá Aðstoð og öryggi, sem er sniðugt, þarf ekki löggu með tilheyrandi aðdráttarafli. Hann sá um að gera það sem gera þurfti ,tók myndir og gerði skýrslu.
Ég fór svo í tjónaskoðun í morgun og þarf að bíða í mánuð eða meira eftir viðgerð, vegna gjaldeyrisskorts, erfitt að ná heim varahlutum.
Þannig að ég verð "rasslaus" nokkuð lengi.
Þakka samúðarkveðju.
Stefanía, 29.10.2008 kl. 20:29
æ æ
vona þu hafir ekki meitt þig mikið, heilsan er nú það dýrmætasta.
kv
joi
Johann Trast Palmason, 30.10.2008 kl. 10:29
Ææ, fékk Getzinn meiddi á bossann?
Vonandi er allt í lagi með þig samt...
Maja Solla (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:41
Ég er í góðu lagi....svei mér ef ég hef ekki ara lagast við þetta
Stefanía, 30.10.2008 kl. 18:11
Ja, ekki gat það orðið verra....
Maja Solla (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 08:55
Neibb !
Stefanía, 2.11.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.