8.11.2008 | 01:11
Tímaleysi...eða leti..
Ég skil ekki alveg hvenær sumir hörðustu bloggararnir hafa tíma til að skrifa heilu ritgerðirnar hér, jafnvel margar á sólarhring.
Ég á fullt í fangi með að lesa þetta !
Hef staðið mig að því að sökkva í lestur hinna ýmsu færslna, mis áhugaverðra þó.
Játa líka að ég á mína uppáhalds bloggara og hinsvegar leiðast mér sumir afskaplega.
Íslenskukunnátta sumra er mjög ábótavant, en...viljinn fyrir verkið.
Ég er sennilega hrokafull, en ég held samt að margir þeirra sem ganga hvað harðast fram með gagnrýni á ráðamenn landsins þessa dagana, hafi takmarkaða þekkingu og skilning á stöðu mála.
Ég reyni ekki að þykjast hafa vit á þessu, því að ég hef það ekki !
Treysti einfaldlega Geir og ráðuneytinu.
Skil reyndar ekki alveg hvernig Ingibjörg Sólrún talar á skjön....og þó !
Athugasemdir
Maður fær soldið á tilfinninguna að fólk ætlist til að ráðamenn séu ekki bara ráðamenn, heldur hreinlega ofurmenni sem geta bara leyst hvaða vandamál sem er á mettíma.
Eru Íslendingar ekki líka bara voða mikið þannig að það þarf alltaf að hafa eitthvað að kvarta yfir, og þá helst hvernig landinu er stjórnað/bjargað?
Maja Solla (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:54
Nokkuð til í því, veit ekki hvort þú kíkir eitthvað á síðurnar hér, en þær eru sumar ótrúlegar !
Stefanía, 9.11.2008 kl. 00:06
Nei, ég hef nú ekki þolinmæði í það.
Hinsvegar er Útvarp Saga oft í gangi hér á heimilinu, og þá verð ég ansi oft fegin að vera ekki í þessari hringiðu af þvaðri sem virðist vera soldið ríkjandi í landinu núna.
Það er fínt að vera í Svíþjóð...
Maja Solla (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:43
Halló Steffý, þetta er einmitt mitt vandamál líka; ég hef ekki tíma til þess að skrifa heilu ritgerðirnar eða lesa þær hjá öðrum, en reyni þó að fylgjast með og pota mínu aðeins hér og þar eftir efninu
En þótt boðskapur stjórnmálaleiðtoganna sé oftast nær sár og stundum jafnvel gallsúr, þá erum við þó staddar í miðri atburðarásinni - eitthvað til þess að segja barnabörnunum frá seinna...
Kolbrún Hilmars, 17.11.2008 kl. 21:58
jahá segir nokkuð kona - sennilega rétt hjá þér bara
Jón Snæbjörnsson, 19.11.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.