6.12.2008 | 01:37
Upp í háls...
Alveg búin að fá upp í háls og svei mér ef ekki upp í nef af vinstri grænum..... Kannski og ef ...og allt helv.... bullið. Krónan á uppleið, en þau þurfa samt að vera með eitthvað andsk.... tuð.
Af hverju má þjóðin ekki finna fyrir smá vott af bjartsýni ! ?
Athugasemdir
Auðvitað er það svosem gott að krónan sé á uppleið - en samt finnst mér það hálfgert plat. Henni er jú ýtt upp með lagasetningu um bann á útstreymi gjaldeyris og gíslingu á eignum erlendra aðila í bréfum hér.
Þetta er svolítið eins og fréttin um að viðskiptajöfnuður væri jákvæður annan mánuðinn í röð. Skrítið - enginn getur keypt inn vörur nema þær allra nauðsynlegustu, sem sé sáralítill innflutningur. Og svo vorum við að fá lán erlendis frá.
En auðvitað hljómar þetta svo miklu flottara án þess að útskýra hvernig við náum þessum frábæra árangri........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.12.2008 kl. 21:36
Geri mér nokkurnvegin grein fyrir þssu öllu, en samt.....þau eru svo endalaust neikvæð.
Stefanía, 7.12.2008 kl. 18:26
nú er að vera jákvæður - held það fari okkur best
Jón Snæbjörnsson, 8.12.2008 kl. 16:04
Það er alltaf best !
Stefanía, 8.12.2008 kl. 18:17
Hehehe, veit ekki hvort ég eigi að þora að segja þér það, en ég actually skráði mig í VG um daginn!
Maja Solla (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.