Færsluflokkur: Dægurmál

Veðrið.

Í svona yndislegu veðri komast engar leiðinda hugsanir að í hugskotinu.

Get bara ekki að því gert, að það gengur ekkert hjá mér að meðtaka þessa negatívu umræðu í þjóðfélaginu, það ber sennilega vott um einfeldni,en....sælir eru einfaldir ;)

Áhyggjur líðandi stundar beinast eingöngu að afkomendum og þeirra framtíð,sem mér sýnist bara vera nokkuð stabíl, enda dugandi fólk !


Kæruleysi......

Sennilega er ég kærulaus....get bara ekki lagst í þunglyndi vegna allra þessara ótrúlega yfirþyrmandi frétta og ekki frétta af af "kreppunni".

Kanski er það vegna þess að ég er svo heppin, að vera alin upp við aðhald og sparnað.

Á mjög auðvelt með að herða ólina.

Finnst það reyndar þónokkur áskorun á þjóðina, að breyta lifnaðarháttum sínum, sem hafa verið svo gjörsamlega veruleikafyrrtir undanfarin ár....að mínu mati.

Nú er tækifæri til að skoða sinn gang.

Hef trú á að við komumst í gegnum þetta, slá bara aðeins af kröfunum og sína samstöðu :)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband