14.12.2008 | 18:59
Jón Gerald
Mér þótti einkennilegt að horfa og hlusta á Jón Gerald segja frá í Silfrinu í dag.
Svona líka nákvæmlega eins og ég er búin að ímynda mér að gangurinn í þessu sóðaríi hafi verið.
Einhvernvegin læðist samt að mér grunur um, að Fjármálaeftirlitið hafi verið " í boði" þessara sömu aðila....ussssss, má ekki segja svona, en ég hugsa það samt.
Einkennilega sofandi á verðinum.
Vona einlæglega að Jón Gerald láti verða af því, að koma hér upp lágvöruverðsverslun.
Athugasemdir
Það á örugglega eftir að uppgötva spillinguna víða þegar rannsóknum verður lokið. Þ.e. ef almennilega er á málum haldið. Ég ætla svo innilega að vona að okkur takist að uppræta alla spillingu eins og hægt er og að við Íslendingar getum farið að treysta forráða og embættismönnum þessar þjóðar.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:44
Vonandi komumst við á rétt ról, en samt er maður hræddur um að þessi mafía sé búin að koma það vel undir sig fótunum, að þeir verði ill snertanlegir.
Ég er allavega hrædd um að þeir geti keypt hvern sem þeim sýnist, jafnt rannsóknaraðila sem ráðamenn...sorry.
Stefanía, 14.12.2008 kl. 23:05
Ekki missa móðinn. Ég held og vona að við séum að upplifa eitthvað nýtt í dag þ.e "Við látum ekki traðka á okkur lengur" Nú er komið nóg við höfum látið allt yfir okkur ganga síðustu áratugi en nú er komið stopp á það.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 02:48
Neibb....missi aldrei móðinn, er svo heppin að vera alin upp við nýtni og sparsemi, það kemur sér vel núna.
Stefanía, 15.12.2008 kl. 18:02
Ítölsku mafíósarnir eru kallaðir Mafia, þeir rússnesku Mafya, en ég legg til að við köllum okkar klíku Maffía - svona til aðgreiningar.
Auðvitað ættu íslendingar núna að kaupa inn nauðsynjavörurnar hjá hverfisbúðunum sem eftir lifa eða þá Krónuna og Fjarðarkaup. Maffíubúðirnar eigum við að sniðganga ef við viljum í alvöru stoppa okkar maffíósa af.
Kolbrún Hilmars, 15.12.2008 kl. 19:27
Líst vel á þetta
Stefanía, 15.12.2008 kl. 23:28
bara satt sem þú segir - MAFFÍA ágætt
Jón Snæbjörnsson, 16.12.2008 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.