Blendnar tilfinningar.

Sú var tíðin að Jói í Bónus var bjargvættur og frelsari láglaunafólks þessa lands.

Hann á allt gott skilið fyrir það.

En, allt er breytingum háð.

Ég er ekki viss um að Jói hafi séð fyrir eða óskað eftir þessari atburðarrás sem nú er orðin.

Þrátt fyrir að hafa komið sér "út úr húsi" hjá S.S. á sínum tíma, með miður góðum afleiðingum fyrir marga, held ég að hann hafi átt hugsjón.

Hann var bæði duglegur og skemmtilegur, en....einhvernvegin var það ekki í "genunum".

Hann er ótrúlega trúr sínum.

Hlýtur að vita og sjá í hvaða ógöngur er komið, en....stendur með sínu fólki.

Vona bara að þessi " Never ending story" verði til réttlátra lykta leidd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Málið er að Stefanía að þetta byrjaði í góðu fyrir okkur neytendur að sjá í byrjun Hvað  vissum við neytendur annað.  Málið er það að Baugsveldið tók allan markaðinn og í gegnum árin þá ætti verðlagninging í Bónus að vera verðlagning í Hagkaup. Og verðlagning i Bónus að vera miklu lægri heldur en er. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 03:25

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bónus byrjaði geysivel fyrir okkur neytendur. Þá var þetta alvöru lágvöruverðs-verslun með fáum tegundum af hverri vöru, stundum bara einni, umbúðir einfaldar eða engar, hillu-uppsetning eins ódýr og unnt var - og þá var líka verðið eins lágt og unnt var. Þegar góðærið kom vildi fólk meira úrval og flottari búðir og þá breyttist Bónus og var ekki lengur jafn ódýr. Svo kom sonurinn og keyrði öllu um þverbak með ægilegum afleiðingum. Nú er Bónus bara einn angi af ógnar stóru graftarkýli, því miður. En ég held ekki að Jói kallinn hafi ætlað sér það í byrjun.

Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Stefanía

Ég er nokkuð viss um að þetta er rétt og  auðvitað var þetta himnasending á sínum tíma, þegar litla krúttlega búðin var opnuð í Skútuvoginum og biðraðir við dyrnar alla daga.

Ég kynntist þeim feðgum á sínum tíma, þeim eldri þó betur, enda ekki auðvelt að ná sambandi við hinn, ekki líkir á nokkurn hátt, kunni vel við Jóa, hann var skemmtilegur kall.

Stefanía, 21.12.2008 kl. 13:12

4 identicon

Já, meira að segja ég man eftir þegar kallinn opnaði búðina í Skútuvoginum.
Og ég man líka að þeir tóku aldrei debet- eða kreditkort, vegna þess að þetta átti að vera búð "venjulega fólksins".

Ég mun alltaf vera ánægð með það sem þeir hafa gert með Pokasjóðnum, hvað ætli hafi verið keypt mörg rándýr tæki á spítalana fyrir þessa peninga?
Síðan voru þeir líka eina verslunin í landinu sem niðurgreiddu þurrmjólk og gott ef ekki bleyjur líka, allt til að gera lífið örlítið auðveldara fyrir barnafjölskyldur.

En nei, það er örugglega alveg rétt að meiningin hafi ekki verið að láta hlutina enda eins og þeir hafa gert.

Synd. 

Maja Solla (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband