Orðin leið...

Nú er ég búin að hanga yfir lestri á bloggfærslum langt fram á nótt, hvað ég er orðin leið á þessu þrasi.    Hann/hún  sagði/gerði að ég hefði sagt/gert að ef að ....þá hefði....SHIT.

Og úrvalið af hagfræðingum með allskonar skoðanir, sem þeir viðra óspart.

Tók mark á þessu til að byrja með, en, ótrúlegt hvað þeim ber ekki saman, enda ekki útskrifaðir frá sama skóla !....Er það málið ?

Þótti reyndar Gylfi...sem nú er ráðherra alltaf trúverðugur...en...ég er komin í marga hringi.

 þess vegna er bara best að hverfa burt frá þessu argaþrasi eins oft og lengi og tækifæri gefst.

Loka á þetta bara, allavega um helgar og koma sér útúr "menningunni" í sveitina , þar sem fuglarnir syngja og bíða þolinmóðir sumarsins, með bros á goggum !

Upplifði það síðustu helgi.  Einhvernvegin verður maður bjartsýnni eftir að hafa komist í snertingu við náttúrúna.

Á leið í "menninguna" tel ég ósjálfrátt dagana þar til ég kemst aftur út úr þessu rugli, í sæluna, þar sem fuglarnir ráða ríkjum.......ég vildi að ég væri í þeirra hópi, áhyggjurnar, ef einhverjar, snúast um að hafa í sig !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Gott hjá þér. Ætti maður svosem nokkuð endilega að lesa mikið af þessu. Eins og þú segir þá eru þetta meira eða minna sömu pælingarnar.  Ég hugsa nefnilega að þetta sé nokkurs konar hreinsunarskrif/-blogg, fólki er þungt og líður e.t.v. betur að hafa hent þessu út í heimsins net. Það á t.d. oft við mig.

Útaf með ruglið, inná með fuglana og dýrðina : )

Eygló, 17.2.2009 kl. 03:08

2 Smámynd: Stefanía

Held að það sé málið....fólk er að reyna að  skrifa sig frá þessu, en hefur kannski ekki aðstöðu til að "koma sér  frá þessu" , eins og ég, þakka Guði fyrir sveitina mína !!!

Stefanía, 17.2.2009 kl. 03:15

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Mikið til í þessu hjá þér ef ekki bara alveg rétt eins og svo margt sem þú hefur sagt  

Jón Snæbjörnsson, 17.2.2009 kl. 08:01

4 identicon

Meira að segja við hjónin sem höfum nú blessunarlega sloppið við að vera í þessari hringiðu, við látum okkur dreyma um að komast í íslenska sveit sem allra fyrst og slaka á.

Þannig að ég get rétt ímyndað mér að þú sért orðin langþreytt á þessu þrasi. 

Maja Solla (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband