Fokið í flest skjól.

Ég er alveg miður mín.

Sparisjóðurinn minn ekki til lengur, ég sem hef verið dyggur innleggjari og úttakari í SPRON, frá örófi.

Get engan veginn hugsað mér að eiga aurana mína hjá Kaupþingi, hvað þá að leita þangað, ef þörf krefur. Það er alveg óhugsandi.

 Þannig að nú þarf ég að finna mér nýjan bakhjarl.

Það er þá bara BYR, eða Sparisjóðurinn í sveitinni minni, sem sennilega verður endirinn.

Þetta er alveg ömurlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fer að verða fátt um fína drætti

Jón Snæbjörnsson, 24.3.2009 kl. 16:56

2 identicon

Mér finnst þetta svo sorglegt að ég gæti næstum grátið.
Ótrúlega asnalegt að vera allt í einu með bankanúmer 338 en ekki 1163 eða 1152 eða eitthvað.

Fílettekki.

Maja Solla (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 17:39

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hættu þessu væli Steffy, labbaðu með aurana þína niður í Íslandsbanka eða bara troddu þeim inn inn í rúmdýnuna.

Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála.  Ég hef keyrt úr Kópavogi og í Seltjarnarnesbæ þar sem mitt góða útibú SPRON hefur verið í áraraðir.  Þjónustan alltaf frábær og öll vandamál leyst - alltaf - alveg sama hvað var.  Nú líður mér eins og munaðarleysinga! 

KB banka einfaldlega þoli ég ekki.  Hef á lítil viðskipti þar, en öll fremur ömurleg.  Þjónustan virðist beinast meira að fyrirtækjum en einstaklingum og framkoman eftir því. Enda ekki skorað hátt í ánægjuvoginni.

Svo ég lallaði mér niðurlút útí BYR sparisjóð og settist þar niður.  Nú býð ég eftir að þeir nái öllu mínu útúr KB og vona að vistin þar verði svona í áttina allavega - til þess umhverfis sem ég var vön.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.3.2009 kl. 01:29

5 Smámynd: Stefanía

BYR er sennilega skásti kosturinn þessa dagana, ekki það að ég eigi svo mikið af aurum Baldur...En tek undir með Lísu, ég er  hálf munaðarlaus, eftir áratuga ánægjuleg viðskipti við SPRON, þægilegt starfsfólk, sem var orðið hálfgerðir kunningjar manns, því að maður gat gengið að sama þjónustufulltrúa og gjaldkera ár eftir ár.

Stefanía, 29.3.2009 kl. 22:19

6 Smámynd: Eygló

Er ekki búið að selja Spron til MP?  Hann vonast líka til að fá að ættleiða sem flesta fyrrum viðskiptamenn Spron. Ég hinkra á meðan hjá fyrirtækinu sem ég vann hjá í 10 ár eða svo :(    Svo fer ég til Margeirs og kalla hann pabba og verð ekki lengur munaðarlaus.

Eygló, 3.4.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband