28.4.2009 | 00:55
Sammála Kjartani.
Ég hefði kosið Vinstri græn ef það hefði reynst eini flokkurinn sem ekki hafði ESB heilkennin, en....sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ósýktur, þannig að ég gat kosið hann enn og aftur.
Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég furða mig á því að fólk sé sammála þessum manni, sem tók þátt í því að setja þjóðina á hausinn.
Það að fara ekki í aðildarviðræður er eins og að henda lottómiða án þess að kíkja á tölurnar. Enn og aftur ætla ég að reyna höfða til raunveruleikans í þessu máli. Ég tók 18 miljón króna húsnæðislán til 40 ára. Ég þarf að greiða það 17 falt til baka þ.e. 300 miljónir þegar upp er staðið eftir 40 ár. Hvergi í heminum er fólki boðið upp á slíkt rán. Ef við færum í ESB er talið að bara vextirnir myndu lækka á heimilin og fyrirtækin í landinu um 228 miljarða á ári, já 228 þúsund miljónir á ári. Þetta þýðir á mannamáli að við þurfum að leggja mun meiri vinnu á okkur til að standa í skilum með ala þessa auka vexti. VG talaði um að við ættum að afnema verðtryggingu. Ok, en það verður ekki gert nema með öðrum gjaldmiðli en krónunni, því ástæðan fyrir verðtryggingunni er sú að við erum með handónýta krónu sem enginn vill lána nema vera bæði með okur vexti og verðtryggingu til að vera viss um að tapa ekki á því. Þeir sem eru á móti ESB, eru það vegna þess að andstaðan eru trúarbrögð, og reyndar röklaus í þokkabót. koma með eitthvert hálfvitalegt kjaftæði um að við myndum missa allar auðlindir okkar. Heldur einhver heilvita maður að allar þær þjóðir sem hafa gengið í ESB á undan okkur hafi byrjað á því að afsala sér öllum sínum auðlindum, hvurslags bull er þetta og hræðsluáróðu. Eina ástæðan fyrir því að ég vill fara í ESB, er sú að ég held að lífsgæði muni batna til mikilla muna.
Valsól (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:01
Þetta er hvorki bull né hræðsluáróður.
ESB er ekki góðgerðastofnun og hefur engan áhuga fyrir svona illa staddri þjóð, nema til að njóta góðs af .
Írar eru ekkert sérlega kátir.
Svo hef ég ekki áhuga fyrir að kaupa kjötvöru frá einhverju þessara landa, vil heldur borga meira fyrir það íslenska.
Ég er hrædd um að Jóhanna og hennar föruneyti kokgleypi öll skilyrðin sem okkur verða sett fyrir inngöngu.
Stefanía, 29.4.2009 kl. 00:17
Jóhanna kokgleypir allt en vonandi þráast aðrir við. ESB vill endilega fá okkur því það er stöðnun í kompaníinu og lítur vel út að bæta við nýjum þjóðum. En aðalmálið er samt að komi Ísland, þá kemur Noregur á eftir með allan olíuauðinn, og það er hann sem ESB ásælist. Við erum peð en Noregur er hrókur.
Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.