Flutningabílstjórar...eða hvað þeir vilja kalla sig

Ég er alveg að flippa yfir þessum flutningabílstjórum, hvað er eiginlega að þeim ?

Hef reyndar aldrei skilið hvers þeir eru að krefjast.  Eldsneytisverð....það er ekki heimatilbúið, það vitum við öll.

Áningastaðir samkvæmt einhverri reglugerð...?  Það er til apparat hér sem heitir vinnueftirlit, það sendir sína starfskrafta út á vinnustaði , til að skoða aðstæður starfsfólks á vinnustöðum og gefa fyrirskipanir  um hvað þeir vilja að sé lagfært. Ég hef aldrei heyrt að vinnustaðir óski eftir aðstoð ríkisstjórnar til  að standa straum af kostnaði vegna þeirra úrbóta sem krafist er....þetta er nákvæmlega sama málið !!!!! Af hverju eigum við...ríkið, að kosta einhverja útúrkróka fyrir þessa menn til að hvíla sig á einhverjum geðþóttastöðum ! ? Það er auðveldlega hægt að haga áætlun sem tekur mið af þeim áningastöðum sem fyrir eru á þjóðvegum okkar....ég lýsi frati á þessi "mótmæli" flutningabílstjóra.

E.S. Ég er ekki viss um að allir flutningabílstjórar séu undir þessum hatti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband