Og fríið heldur áfram....

Maður verður latur þegar maður hefur alla þessa frídaga alveg hægri hægri...á erfitt með að skrifa vinstri Blush

Og nú byrjar annar kafli af frídögum.

Aldeilis notalegt að vera í sveitinni um Jólin....minnir mig á... GLEÐILEG JÓL !

Og verður enn betra að losna við allar sprengingar og óþefinn sem þeim fylgir um áramótin... Jakk..

Því að það besta í heimi er, að hafa afdrep í rólegheitum og þægilegheitum þessa daga sem allt gengur af göflunum í þéttbýlinu. ....Hvað ég nýt þess...

Áætla semsagt að leggja íann í birtingu og halda mig til hlés á meðan á öllu gengur.

Eitt er samt að angra mig þessa dagana.

Nýjar reglur á blog.is...

Ég þarf semsagt að nota nafn sem enginn þekkir mig undir, nema mínir allra nánustu, sem eru nokkuð pottþétt ekki að velta sér upp úr skrifum á blog síðum ! Vegna þess að mitt langa og virðulega nafn er ekki tækt á forriti Þjóðskrár, svo fáránlegt sem það er !

En....OK. Steffy er semsagt Þorbjörg !

Sem heitir annars Þorbjörg Stefanía Þorvarðardóttir.....úff....kanski ekkert skrítið að forritið "gúdderi" ekki þessa romsu Frown

Hafið það sem allra best um áramótin og....Gísli Freyr....þú varst flottur í Kastljósinu !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gleðilegt ár

Þar sem þú ert Þorbjörg þá erum við næstum því nöfnur  
Þormóður kolbrúnarskáld var nefnilega að yrkja um Þorbjörgu í Vigur og nefndi hana kolbrúnu fyrir litarháttinn...

Kolbrún Hilmars, 31.12.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Voðaleg værukærð er þetta yfir þér, kona. Þú færð nógan frið síðar meir - u know where - en þangað til skaltu byltast í látunum og púðurreyknum, til þess varstu sköpuð.

Baldur Hermannsson, 1.1.2009 kl. 20:17

3 Smámynd: Stefanía

Skemmtilegar vangaveltur....nafna !

Stefanía, 4.1.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband