Færsluflokkur: Dægurmál

Boga á þing !

Ég hlustaði á Bylgjuna í morgun á leið til vinnu, sem oftar, þar voru Bogi Ágústsson og Björn Ingi gestir Heimis o.co.

Og enn og aftur heillaði Bogi mig, hann er algjörlega heilsteyptur og bara....eftir mínu höfði, hreinskilinn, vel að sér, sanngjarn, þenkjandi.....mig skortir lýsingarorð.

Við þurfum einmitt menn eins og Boga núna, heiðarlega og ábyrga.

Skemmtileg þessa vika á Bylgjunni, eingöngu jákvæð umfjöllun, ekki veitir okkur af.

Heyrði einmitt viðtal við Pétur Blöndal, sem er jú skrítin skrúfa, hann hefur húmor kallinn !

Annars mætti halda að veðurguðirnir hafi eitthvert samband hingað, því að veðrið hefur aldeilis leikið við okkur og verður samkvæmt spám svona áfram....Áfram Ísland !


Orðin leið...

Nú er ég búin að hanga yfir lestri á bloggfærslum langt fram á nótt, hvað ég er orðin leið á þessu þrasi.    Hann/hún  sagði/gerði að ég hefði sagt/gert að ef að ....þá hefði....SHIT.

Og úrvalið af hagfræðingum með allskonar skoðanir, sem þeir viðra óspart.

Tók mark á þessu til að byrja með, en, ótrúlegt hvað þeim ber ekki saman, enda ekki útskrifaðir frá sama skóla !....Er það málið ?

Þótti reyndar Gylfi...sem nú er ráðherra alltaf trúverðugur...en...ég er komin í marga hringi.

 þess vegna er bara best að hverfa burt frá þessu argaþrasi eins oft og lengi og tækifæri gefst.

Loka á þetta bara, allavega um helgar og koma sér útúr "menningunni" í sveitina , þar sem fuglarnir syngja og bíða þolinmóðir sumarsins, með bros á goggum !

Upplifði það síðustu helgi.  Einhvernvegin verður maður bjartsýnni eftir að hafa komist í snertingu við náttúrúna.

Á leið í "menninguna" tel ég ósjálfrátt dagana þar til ég kemst aftur út úr þessu rugli, í sæluna, þar sem fuglarnir ráða ríkjum.......ég vildi að ég væri í þeirra hópi, áhyggjurnar, ef einhverjar, snúast um að hafa í sig !!


Við erum að skoða....

Þvílíkt hvað Jóhanna fór í kringum heita grautinn....

Svaraði engu í Kastljósinu í kvöld.

Ansi hrædd um að hún og hennar flokkssystkyni hefðu talað um seinagang  einhverntíman.

Allt á að "skoða"  eða að "setja í forgang" þvílíkt asssssskotans bull !

Virðist allt snúast um Davíð....

Hún er kannski loksins farin að finna fyrir ábyrgðinni sem fylgir stöðunni.

En Gylfi er klár og sannfærandi, að mínu mati, hef tekið eftir honum undanfarið í viðtölum í fjölmiðlum.

Ég vona svo sannarlega að þetta gangi upp hjá þeim, en er samt mjööööög efins.


Hægri, hægri....

Ég veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga, hægri eða hægri !

Þetta er endalaus flækja í dægurmálum og framvindu heimsmálanna.

Maður hefur varla undan að fylgjast með.

En hafandi horft á Kastljósið....þar sem ég verð að viðurkenna að Helgi fór á kostum  !

Hefur ekki átt upp á pallborðið hjá mér, en....ég hefði ekki viljað vera Ingibörg Sólrún....

Strákurinn er að róast og...þroskast.

Fær prik frá mér !

 


Og fríið heldur áfram....

Maður verður latur þegar maður hefur alla þessa frídaga alveg hægri hægri...á erfitt með að skrifa vinstri Blush

Og nú byrjar annar kafli af frídögum.

Aldeilis notalegt að vera í sveitinni um Jólin....minnir mig á... GLEÐILEG JÓL !

Og verður enn betra að losna við allar sprengingar og óþefinn sem þeim fylgir um áramótin... Jakk..

Því að það besta í heimi er, að hafa afdrep í rólegheitum og þægilegheitum þessa daga sem allt gengur af göflunum í þéttbýlinu. ....Hvað ég nýt þess...

Áætla semsagt að leggja íann í birtingu og halda mig til hlés á meðan á öllu gengur.

Eitt er samt að angra mig þessa dagana.

Nýjar reglur á blog.is...

Ég þarf semsagt að nota nafn sem enginn þekkir mig undir, nema mínir allra nánustu, sem eru nokkuð pottþétt ekki að velta sér upp úr skrifum á blog síðum ! Vegna þess að mitt langa og virðulega nafn er ekki tækt á forriti Þjóðskrár, svo fáránlegt sem það er !

En....OK. Steffy er semsagt Þorbjörg !

Sem heitir annars Þorbjörg Stefanía Þorvarðardóttir.....úff....kanski ekkert skrítið að forritið "gúdderi" ekki þessa romsu Frown

Hafið það sem allra best um áramótin og....Gísli Freyr....þú varst flottur í Kastljósinu !!


Blendnar tilfinningar.

Sú var tíðin að Jói í Bónus var bjargvættur og frelsari láglaunafólks þessa lands.

Hann á allt gott skilið fyrir það.

En, allt er breytingum háð.

Ég er ekki viss um að Jói hafi séð fyrir eða óskað eftir þessari atburðarrás sem nú er orðin.

Þrátt fyrir að hafa komið sér "út úr húsi" hjá S.S. á sínum tíma, með miður góðum afleiðingum fyrir marga, held ég að hann hafi átt hugsjón.

Hann var bæði duglegur og skemmtilegur, en....einhvernvegin var það ekki í "genunum".

Hann er ótrúlega trúr sínum.

Hlýtur að vita og sjá í hvaða ógöngur er komið, en....stendur með sínu fólki.

Vona bara að þessi " Never ending story" verði til réttlátra lykta leidd.

 


Jón Gerald

Mér þótti einkennilegt að horfa og hlusta á Jón Gerald segja frá í Silfrinu í dag.

Svona líka nákvæmlega eins og ég er búin að ímynda mér að gangurinn í þessu sóðaríi hafi verið.

Einhvernvegin læðist samt að mér grunur um, að Fjármálaeftirlitið hafi verið " í boði" þessara sömu aðila....ussssss, má ekki segja svona, en ég hugsa það samt.

Einkennilega sofandi á verðinum.

Vona einlæglega að Jón Gerald láti verða af því, að koma hér upp lágvöruverðsverslun.

 


Upp í háls...

Alveg búin að fá upp í háls og svei mér ef ekki upp í nef af vinstri grænum..... Kannski og ef ...og allt helv.... bullið. Krónan á uppleið, en þau þurfa samt að vera með eitthvað andsk.... tuð.

Af hverju má þjóðin ekki finna fyrir smá vott af bjartsýni ! ?


Tímaleysi...eða leti..

Ég skil ekki alveg hvenær sumir hörðustu bloggararnir hafa tíma til að skrifa heilu ritgerðirnar hér, jafnvel margar á sólarhring.

Ég á fullt í fangi með að lesa þetta !

Hef staðið mig að því að sökkva í lestur hinna ýmsu færslna, mis áhugaverðra þó.

Játa líka að ég á mína uppáhalds bloggara og hinsvegar leiðast mér sumir afskaplega.

Íslenskukunnátta sumra er mjög ábótavant, en...viljinn fyrir verkið.

Ég er sennilega hrokafull, en ég held samt að margir þeirra sem ganga hvað harðast fram með  gagnrýni á ráðamenn landsins þessa dagana, hafi takmarkaða þekkingu og skilning á stöðu mála.

Ég reyni ekki að þykjast hafa vit á þessu, því að ég hef það ekki !

Treysti einfaldlega Geir og ráðuneytinu.

Skil reyndar ekki alveg hvernig Ingibjörg Sólrún talar á skjön....og þó !

 


Sumar / vetrardekk

Er enn á sumardekkjunum, enda bannað að setja naglana undir .

Þetta gengur bara eins og í sögu, fyrir utan það, að það kom Skoda bifreið æðandi aftan á litla sæta bílinn minn og skemmdi hann talsvert.

 Unga stúkan sem ók Skoda bifreiðinni, viðurkenndi að hún hefði verið að "fikta" í útvarpinu og alveg gleymt að horfa framfyrir sig...arrrrrg.

Leiðinda vesen, þrátt fyrir að vera í fullum rétti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband